Lífið

Leikarinn Sizemore handtekinn

Bandaríski leikarinn Tom Sizemore.
Bandaríski leikarinn Tom Sizemore.
Bandaríski leikarinn Tom Sizemore var handtekinn í gær vegna fíkniefnamáls en hann hefur átt við fíkniefnavandamál að stríða í mörg ár. Lögregla handtók leikarann og félaga hans eftir að fíkniefni fundust á þeim.

Árið 2003 fékk Sizemore skilorðsbundinn dóm fyrir að beita kærustu sína ofbeldi en féll endurtekið á lyfjaprófum meðan á skilorði stóð og var því dæmdur í eins og hálfs árs

fangelsi ásamt fíkniefnameðferð. Það dugði þó ekki til því í júní 2007 var mál hans enn á ný tekið fyrir hjá dómstólum þegar hann dæmdu í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi.

Meðal þekktustu kvikmynda hins 47 ára gamla leikara eru Heat, Saving Private Ryan og Black Hawk Down.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.