Innlent

Lækjartorg undir græna torfu

Júlíus Vífill tók sig vel út á Lækjartorgi í dag.
Júlíus Vífill tók sig vel út á Lækjartorgi í dag. MYND/ARNÞÓR BIRKISSON

Það brá mörgum í brún sem áttu leið framhjá Lækjartorgi í morgun en þar verið að leggja túnþökur yfir hluta torgsins. Ekki var um táknræn mótmæli umhverfssinna að ræða líkt og margir héldu, heldur voru það borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar sem stóðu fyrir gjörningnum.

Meðal annarra mátti sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra og Júlíus Vífil Ingvason með hanska að koma torfinu fyrir rétt eftir hádegið í dag.

Tyrfingin er liður í átakinu „Bjartari Reykjavík" sem hófst í dag og virðist uppátækið vera nokkuð vel heppnað.

Arnþór Birkisson ljósmyndari var á svæðinu og tók meðfylgjandi mynd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×