Innlent

Einar Karl segist ekki fá greiðslur sem verktaki

Einar Karl fær ekki verktakagreiðslur sem verktaki.
Einar Karl fær ekki verktakagreiðslur sem verktaki. Mynd/GVA

„Ég fæ engar greiðslur á þessu tímabili frá Landsspítalanum á meðan ég er á biðlaunum," segir Einar Karl Haraldsson. Einar hafði samband við Vísi og gerði athugasemdir við frétt sem birtist um launagreiðslur til hans frá ríkinu fyrr í dag.

Þar voru leiddar að því líkur að hann þæði bæði biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra auk þess að þiggja verktakagreiðslur frá Landsspítalanum. Hann er nýráðinn almannatengslaráðgjafi Landsspítalans og hefur störf þann 1. september.

Í tilkynningu sem finna má á heimasíðu Landsspítalans stendur orðrétt: „[Einar] mun í sumar undirbúa starfið framundan sem verktaki."

Einar þvertekur hins vegar fyrir að þiggja nokkrar greiðslur sem verktaki Landsspítalans. Aðspurður hvað felist þá í því að vera verktaki svarar Einar: „Ég verð þarna að þvælast," og áréttar að hann hafi ekki skrifað undir samning við Landsspítalann og um þessar greiðslur hafi ekki verið samið.






Tengdar fréttir

Einar Karl á tvöföldum launum hjá ríkinu

Einar Karl Haraldsson, nýráðinn almannatengslaráðgjafi Landsspítalans, þiggur biðlaun sem fyrrverandi aðstoðarmaður iðnaðarráðherra auk þess að þiggja verktakagreiðslur frá Landsspítalanum. Þetta staðfestir Einar í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×