50 teknir í kannabismálum 2. apríl 2009 06:00 Fíkniefnalögreglan tók um miðjan dag í gær enn eina ræktunina, nú í Hafnarfirði. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu handtók 27 manns í síðasta mánuði vegna kannabisræktana. Á landsvísu hafa um fimmtíu manns verið handteknir í tengslum við kannabisræktanir sem stöðvaðar hafa verið frá áramótum. Fíkniefnadeildin á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið 25 ræktanir frá áramótum sem í voru nær 6.000 plöntur. Í janúar og febrúar voru teknar tíu kannabisræktanir í umdæminu en fimmtán í síðasta mánuði. Í fyrrinótt stöðvaði lögreglan umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði. Við húsleit fundust um 220 kannabisplöntur. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn. Um miðjan dag í gær tók fíkniefnalögreglan svo ræktun á Norðurbakkanum í Hafnarfirði, þar sem á áttunda tug plantna voru á lokastigi ræktunar. Einn var handtekinn. Þyngd þeirra plantna sem hafa verið teknar á höfuðborgarsvæðinu einu er samtals um 530 kíló. Ef gert er ráð fyrir að um fimmtán prósent af þyngd hverrar plöntu fari í sölu á götunni, sem er varlega áætlað, gerir það um áttatíu kíló af seljanlegum kannabisefnum. Götuverðmæti þeirra er um 270 milljónir. Séu teknar allar þær plöntur sem fíkniefnadeild hefur lagt hald á frá áramótum, gert ráð fyrir að þær hefðu náð fullum þroska og miðað við fimmtíu grömm af nýtanlegu efni í hverri plöntu má gera ráð fyrir fíkniefnasölu á götunni upp á 920 milljónir króna. Ef reiknaður er saman sá fjöldi þær plantna sem öll lögregluembætti á landinu hafa lagt hald á frá áramótum er hann nærri 7.000 talsins. Þá hefur fíkniefnalögreglan gert upptæk um 6,6 kíló af maríjúana á árinu. Andvirði þess er um 22,4 milljónir. Umrætt efni var framleitt hér á landi. Flest málanna 25 sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá áramótum eru upplýst, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Nokkur mál eru þó til rannsóknar.jss@frettabladid.is Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu handtók 27 manns í síðasta mánuði vegna kannabisræktana. Á landsvísu hafa um fimmtíu manns verið handteknir í tengslum við kannabisræktanir sem stöðvaðar hafa verið frá áramótum. Fíkniefnadeildin á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið 25 ræktanir frá áramótum sem í voru nær 6.000 plöntur. Í janúar og febrúar voru teknar tíu kannabisræktanir í umdæminu en fimmtán í síðasta mánuði. Í fyrrinótt stöðvaði lögreglan umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði. Við húsleit fundust um 220 kannabisplöntur. Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn. Um miðjan dag í gær tók fíkniefnalögreglan svo ræktun á Norðurbakkanum í Hafnarfirði, þar sem á áttunda tug plantna voru á lokastigi ræktunar. Einn var handtekinn. Þyngd þeirra plantna sem hafa verið teknar á höfuðborgarsvæðinu einu er samtals um 530 kíló. Ef gert er ráð fyrir að um fimmtán prósent af þyngd hverrar plöntu fari í sölu á götunni, sem er varlega áætlað, gerir það um áttatíu kíló af seljanlegum kannabisefnum. Götuverðmæti þeirra er um 270 milljónir. Séu teknar allar þær plöntur sem fíkniefnadeild hefur lagt hald á frá áramótum, gert ráð fyrir að þær hefðu náð fullum þroska og miðað við fimmtíu grömm af nýtanlegu efni í hverri plöntu má gera ráð fyrir fíkniefnasölu á götunni upp á 920 milljónir króna. Ef reiknaður er saman sá fjöldi þær plantna sem öll lögregluembætti á landinu hafa lagt hald á frá áramótum er hann nærri 7.000 talsins. Þá hefur fíkniefnalögreglan gert upptæk um 6,6 kíló af maríjúana á árinu. Andvirði þess er um 22,4 milljónir. Umrætt efni var framleitt hér á landi. Flest málanna 25 sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá áramótum eru upplýst, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Nokkur mál eru þó til rannsóknar.jss@frettabladid.is
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira