Fótbolti

Veigar á bekknum hjá Nancy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson á æfingu með íslenska landsliðinu.
Veigar Páll Gunnarsson á æfingu með íslenska landsliðinu.

Veigar Páll Gunnarsson verður á varamannabekk Nancy í fyrsta sinn er liðið mætir Toulouse í frönsku úrvalsdeildinni í dag.

Veigar gekk fyrr í mánuðinum til liðs við félagið frá norsku meisturunum í Stabæk. Hann er nú búinn að vera í fríi í mánuð og verður af þeim sökum ekki í byrjunarliðinu í dag. Hann fær þó líklega að spreyta sig síðustu mínútur leiksins.

Nancy er sem stendur í tíunda sæti deildarinnar með 25 stig eftir nítján leiki en Toulouse er í því fimmta með 34 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×