Erlent

Nálgast lokastig auðgunar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Eldflaugaskotpallur í Norður-Kóreu.
Eldflaugaskotpallur í Norður-Kóreu.

Norður-Kóreumenn eru að nálgast lokastigið í því ferli að auðga úran og plútón og koma þessum efnum í það ástand að þau verði nothæf til gerðar kjarnavopna. Frá þessu greindi ríkisfréttastofa Norður-Kóreu í gær og sagði enn fremur að ráðamenn í landinu hefðu sent öryggisráði Sameinuðu þjóðanna bréf og tilkynnt formlega um stöðu mála. Segir í bréfinu að hyggist Sameinuðu þjóðirnar halda uppteknum hætti og beita Norður-Kóreu áfram viðskiptaþvingunum frekar en að ræða málin muni Norður-Kóreumenn grípa til ógnarjafnvægis kjarnavopna frekar en viðræðna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×