Fótbolti

Vaduz tapaði í fallslag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Steinarsson, til hægri, í leik með Keflavík.
Guðmundur Steinarsson, til hægri, í leik með Keflavík. Mynd/Víkurfréttir

Vaduz tapaði sínum öðrum leik í röð í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Liðið mætti Bellinzona í miklum fallslag í deildinni og tapaði 1-0.

Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 63. mínútu en Guðmundur Steinarsson var einn Íslendinganna hjá Vaduz í byrjunarliðinu og lék allan leikinn.

Gunnleifur Gunnleifsson var á varamannabekk Vaduz en Stefán Þór Þórðarson er enn frá vegna meiðsla.

Vaduz er í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með fimmtán stig eftir 20 leiki. Luzern er í neðsta sæti með þrettán stig en eitt lið fellur beint úr deildinni.

Bellinzon og Sion eru bæði með 21 stig og Xamax er með 20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×