Innlent

Slökkviliðið slökkti elda í ruslatunnum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í þrjá ruslatunnubruna fyrir miðnætti í gærkvöldi. Kveikt var í ruslatunnu við Eggertsgötu í Reykjavík og myndaðist mikill reykur. Tvær tunnur af stærri gerðinni brunnu til kaldra kola en nokkuð greiðlega gekki að slökkva eldinn.

Þá var kveikt í tunnu við Spöngina í Grafarvogi og síðan í annarri við Bæjarbraut í Garðabæ. Nóttin var hinsvegar róleg hjá slökkviliðinu sem brýnir fyrir fólki að fara varlega og bendir á hættuna sem getur myndast þegar kveikt er í tunnum sem þessum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×