Svínaflensan færist í aukana - einn á gjörgæslu Magnús Már Guðmundsson skrifar 8. október 2009 11:30 Sóttvarnalæknir segir að H1N1 inflúensan, sem oft er kölluð svínaflensan, sé að færast í aukana á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarnir tvær vikur hafa sex verið lagðir inn á spítala vegna flensunnar, þar af tveir á gjörgæsludeild. Búið er að útskrifa annan þeirra þaðan. Frá því svínaflensan greindist fyrst hér á landi í lok júní fram í byrjun október hafa verið skráð 1895 tilfelli með inflúensulík einkenni, eða staðfesta svínaflensu í gagnagrunn heilbrigðiskerfisins. Þar af voru 864 karlar og 1031 konur. Á landsbyggðinni greindust flestir með inflúensulík einkenni um miðjan ágúst en eftir það hefur tilfellum farið fækkandi. Með undirliggjandi sjúkdóma „Okkur finnst þetta vera vísbending um að inflúensan sé að ná sér á styrk aftur en það er voða erfitt að spá um framtíðina," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Tilfellum fjölgaði um 251 frá 27. september til 5. október. Haraldur segir ýmislegt benda til þess að veikin sé orðin útbreidd. Að undanförnu hafi meira hafi verið um spítalainnlagnir en alls hafa níu verið lagðir inn á spítala eftir að veikin var fyrst greind á Íslandi. „Það hafa í allt níu mann lagst inn frá því að þetta kom upp. Síðasta hálfan mánuð hafa sex manns þurft að leggjast inn á spítala. Tveir af þeim hafa þurft á gjörgæsludvöl að halda en annar þeirra hefur verið útskrifaður," segir Haraldur og bætir við að viðkomandi hafi flestir glímt við undirliggjandi sjúkdóma. Fólkið er á aldrinum 1 árs til 64 ára. Þeir sem hafa verið lagðir inn á gjörgæslu eru 43 og 64 ára.Tafir hjá framleiðanda Stjórnvöld hafa keypt 300 þúsund skammta af bóluefni gegn H1N1 inflúensu eða svínaflensu. Bóluefnið er ekki komið til landsins en tafir hafa orðið hjá framleiðanda. Haraldur segist búast við að bóluefnið komi hingað til lands um næstu mánaðarmót og að byrjað verði að bólusetja fólk í byrjun nóvember. Allir einstaklingar sex mánaða og eldri með undirliggjandi sjúkdóma verða bólusettir í fyrstu. Það sama á við um heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn og slökkviliðsmenn. Að því loknu verða allir einstaklingar á aldrinum sex mánaða til sextán ára bólusettir. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að H1N1 inflúensan, sem oft er kölluð svínaflensan, sé að færast í aukana á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarnir tvær vikur hafa sex verið lagðir inn á spítala vegna flensunnar, þar af tveir á gjörgæsludeild. Búið er að útskrifa annan þeirra þaðan. Frá því svínaflensan greindist fyrst hér á landi í lok júní fram í byrjun október hafa verið skráð 1895 tilfelli með inflúensulík einkenni, eða staðfesta svínaflensu í gagnagrunn heilbrigðiskerfisins. Þar af voru 864 karlar og 1031 konur. Á landsbyggðinni greindust flestir með inflúensulík einkenni um miðjan ágúst en eftir það hefur tilfellum farið fækkandi. Með undirliggjandi sjúkdóma „Okkur finnst þetta vera vísbending um að inflúensan sé að ná sér á styrk aftur en það er voða erfitt að spá um framtíðina," segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir. Tilfellum fjölgaði um 251 frá 27. september til 5. október. Haraldur segir ýmislegt benda til þess að veikin sé orðin útbreidd. Að undanförnu hafi meira hafi verið um spítalainnlagnir en alls hafa níu verið lagðir inn á spítala eftir að veikin var fyrst greind á Íslandi. „Það hafa í allt níu mann lagst inn frá því að þetta kom upp. Síðasta hálfan mánuð hafa sex manns þurft að leggjast inn á spítala. Tveir af þeim hafa þurft á gjörgæsludvöl að halda en annar þeirra hefur verið útskrifaður," segir Haraldur og bætir við að viðkomandi hafi flestir glímt við undirliggjandi sjúkdóma. Fólkið er á aldrinum 1 árs til 64 ára. Þeir sem hafa verið lagðir inn á gjörgæslu eru 43 og 64 ára.Tafir hjá framleiðanda Stjórnvöld hafa keypt 300 þúsund skammta af bóluefni gegn H1N1 inflúensu eða svínaflensu. Bóluefnið er ekki komið til landsins en tafir hafa orðið hjá framleiðanda. Haraldur segist búast við að bóluefnið komi hingað til lands um næstu mánaðarmót og að byrjað verði að bólusetja fólk í byrjun nóvember. Allir einstaklingar sex mánaða og eldri með undirliggjandi sjúkdóma verða bólusettir í fyrstu. Það sama á við um heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn og slökkviliðsmenn. Að því loknu verða allir einstaklingar á aldrinum sex mánaða til sextán ára bólusettir.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Sjá meira