Umferðarslysum fækkar og skoðun bifreiða stóreykst 8. október 2009 13:44 Umferðarslysum hér á landi hefur fækkað um 16,3 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins 2009. Ljóst er að töluverð fækkun á sér stað hvað varðar heildarfjölda slasaðra í samanburði við sama tímabil áranna 2008 og 2009 samkvæmt fréttabréfi Umferðarstofu. Fyrstu 6 mánuði þessa árs hafa 657 slasast í umferðinni en í fyrra höfðu 785 slasast á sama tíma. Fækkunin nemur 16,3%. Til að meta árangur í umferðaröryggismálum hér á landi og bera saman fjölda við erlendar slysatölur er yfirleitt lagður saman fjöldi látinna og alvarlega slasaðra. Þegar þær tölur eru skoðaðar kemur í ljós að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hafa 83 slasast alvarlega en í fyrra voru þeir 92 og árið þar á undan höfðu 89 slasast alvarlega á fyrstu 6 mánuðum ársins. Þótt ljóst sé að samanlagður fjöldi alvarlega slasaðra og látinna fari minnkandi borið saman við næstu tvö ár á undan þá er hann töluvert meiri en á fyrstu 6 mánuðum áranna 2004 til 2006. Slysaskráning Umferðarstofu byggir á lögregluskýrslum úr gagnagrunni Ríkislögreglustjóra og í einhverjum tilfellum rata umferðaróhöpp ekki í gagnagrunninn heldur beint á borð tryggingafélaga en það á yfirleitt við í tilfellum þar sem ekki er um slys á fólki að ræða. Þá segir einnig í fréttabréfi Umferðarstofu að töluverð aukning hefur átt sér stað á skoðunum ökutækja ef miðað er við tölur frá því í fyrra. Helgast þetta eflaust af vanrækslugjaldinu sem var lögleitt með breytingu á umferðarlögum þann 1. október 2008. Þann 1. apríl síðastliðinn var gjaldið lagt í fyrsta skipti á skoðunarskyld ökutæki sem ekki höfðu verið færð til skoðunar. Þann 1. apríl var vanrækslugjaldið lagt á ökutæki með 0 og 1 í endastaf. Þann 1. maí lagðist gjaldið á ökutæki með 2 í endastaf og svo koll af kolli. Að sama skapi var í fyrsta skipti skylt að færa ferðavagna til skoðunar á árinu. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Umferðarslysum hér á landi hefur fækkað um 16,3 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins 2009. Ljóst er að töluverð fækkun á sér stað hvað varðar heildarfjölda slasaðra í samanburði við sama tímabil áranna 2008 og 2009 samkvæmt fréttabréfi Umferðarstofu. Fyrstu 6 mánuði þessa árs hafa 657 slasast í umferðinni en í fyrra höfðu 785 slasast á sama tíma. Fækkunin nemur 16,3%. Til að meta árangur í umferðaröryggismálum hér á landi og bera saman fjölda við erlendar slysatölur er yfirleitt lagður saman fjöldi látinna og alvarlega slasaðra. Þegar þær tölur eru skoðaðar kemur í ljós að á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hafa 83 slasast alvarlega en í fyrra voru þeir 92 og árið þar á undan höfðu 89 slasast alvarlega á fyrstu 6 mánuðum ársins. Þótt ljóst sé að samanlagður fjöldi alvarlega slasaðra og látinna fari minnkandi borið saman við næstu tvö ár á undan þá er hann töluvert meiri en á fyrstu 6 mánuðum áranna 2004 til 2006. Slysaskráning Umferðarstofu byggir á lögregluskýrslum úr gagnagrunni Ríkislögreglustjóra og í einhverjum tilfellum rata umferðaróhöpp ekki í gagnagrunninn heldur beint á borð tryggingafélaga en það á yfirleitt við í tilfellum þar sem ekki er um slys á fólki að ræða. Þá segir einnig í fréttabréfi Umferðarstofu að töluverð aukning hefur átt sér stað á skoðunum ökutækja ef miðað er við tölur frá því í fyrra. Helgast þetta eflaust af vanrækslugjaldinu sem var lögleitt með breytingu á umferðarlögum þann 1. október 2008. Þann 1. apríl síðastliðinn var gjaldið lagt í fyrsta skipti á skoðunarskyld ökutæki sem ekki höfðu verið færð til skoðunar. Þann 1. apríl var vanrækslugjaldið lagt á ökutæki með 0 og 1 í endastaf. Þann 1. maí lagðist gjaldið á ökutæki með 2 í endastaf og svo koll af kolli. Að sama skapi var í fyrsta skipti skylt að færa ferðavagna til skoðunar á árinu.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira