Innlent

„Gríðarlega þungur reikningur“

Mynd/GVA
„Það liggur fyrir að það varð mikið tjón og stór hluti af áfallinu liggur þarna," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður um þá gagnrýni sem kemur fram á Seðlabankann í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikninga árið 2008. Þar eru meðal annars lánveitingar bankans til fjármálafyrirtækja á síðasta ári gagnrýndar. „Það er ljóst að þarna liggur gríðarlega þungur reikningur, því miður, segir Steingrímur.

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að meira tjón hljótist af tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans en Icesave, verði heimtur Landsbankans eins og spáð er. Að minnsta kosti 175 milljarðar króna munu lenda á íslensku þjóðinni vegna svonefndra ástarbréfa Seðlabankans.

„Þetta eru mjög þungar tölur sem lítil umræða hefur orðið um samanborið við ýmislegt annað. Það er gott að Ríkisendurskoðun hafi farið yfir þetta. Menn geta svo rætt málið í framhaldinu en ég ætla að bíða með að tjá mig um þetta að öðru leyti," segir Steingrímur.




Tengdar fréttir

Ríkisendurskoðun gagnrýnir Seðlabankann vegna ástarbréfa

Ríkisendurskoðandi gagnrýnir lánveitingar Seðlabankans til fjármálafyrirtækja á síðasta ári og telur ýmsum spurningum ósvarað varðandi lánveitingarnar. Þetta kemur fram í endurskoðun embættisins á ríkisreikningum árið 2008.

Ástarbréf Seðlabankans hafa þegar kostað 400 milljarða

Ríkisendurskoðun gagnrýnir mjög harðlega fyrrum bankastjóra Seðlabankans í nýrri skýrslu sinni um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2008. Sökum þess umfangsmikla taps sem ríkissjóður varð fyrir vegna svokallaðara „ástarbréfa" bankans er gerð sérstök grein fyrir því máli í skýrslunni.

Meira tjón en hlýst af Icesave

Ríkisendurskoðandi segir að meira tjón hljótist af tæknilegu gjaldþroti Seðlabankans en Icesave, verði heimtur Landsbankans eins og spáð er. Að minnsta kosti hundrað sjötíu og fimm milljarðar króna munu lenda á íslensku þjóðinni vegna ástarbréfa Seðlabankans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×