Erlent

Áfram byggt á herteknum svæðum

Óli Tynes skrifar
Ísraelsk landnemabyggð á Vesturbakkanum.
Ísraelsk landnemabyggð á Vesturbakkanum.

Það er þegar verið að reisa um 2500 hús í landnemabyggðum Ísraela á Vesturbakkanum. Ísraelar vilja ekki líta á þetta sem frekara landnám heldur eðlilega stækkun þeirra byggða sem fyrir eru.

Þeir segja að þegar þessari stækkun sé lokið muni þeir ekki byggja meira.

Palestínumenn líta það nokkrum öðrum augum. Þeir vilja stofna sjálfstætt ríki sitt á Vesturbakkanum og segja að ekkert þýði að reyna að semja frið við Ísraela meðan landnemabyggðirnar séu þar.

Bandaríkjamenn eru nokkuð á sama máli og Barack Obama hefur lagt hart að Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísraels að hætta við þessi áform.

Í dag tilkynntu Ísraelar að þeir muni ekki láta undan þessum þrýstingi.

Austur Jerúsalem er einnig inni í deilunni. Palestínumenn vilja fá hana sem höfuðborg ríkis síns en Ísraelar segja að Jerúsalem verði aldrei aftur skipt, eins og hún var áður en þeir hertóku hana í sex daga stríðinu árið 1967.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×