Innlent

Bóluefnið búið í bili

Nær ekkert er eftir af bóluefni gegn svínaflensu í landinu og tefst því almenn bólusetning. Sóttvarnarlæknir vinnur að nýrri viðbragðsáætlun vegna þessa.

Næsta afhending á bólefni við svínaflensunni er ekki áætluð fyrr en 15. desember. Efnið átti að afhenda vikulega. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir útséð að það muni ekki takast þar sem efnið sé ekki hægt að framleiða jafnhratt og áætlað var. Verið sé að leggja lokahönd á nýja áætlun vegna þessa.

81 árs gamall karlmaður lést úr svínaflensu hér á föstudag. Það var annað dauðsfallið vegna flensunnar en áður hafði átján ára fjölfötluð stúlka lést um miðjan síðasta mánuð á Barnaspítala Hringsins af völdum hennar.

Stökkbreytingum á svínainflúensuveirunni hefur verið lýst á nokkrum stöðum í heiminum þar á meðal í Noregi. Þórólfur segir eðlilegt að inflúensuveirur taki breytingum. Óljóst sé hvort veiran verði skæðari með þessum breytingum en ástæðulaust sé að óttast það að svo stöddu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×