Innlent

Hlé á Icesave á elleftu stundu

Hlé var gert á þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið á Alþingi laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og voru þá 20 þingmenn enn á mælendaskrá. Formenn þingflokkanna ákváðu á fundi með forseta Alþingis að atkvæðagreiðsla um málið verði á morgun. Hún getur líka tekið langan tíma því á undan henni má einn þingmaður frá hverjum flokki tala í 15 mínútur og síðan verða greidd atkvæði um hverja grein frumvarpsins og um breytingartillögur við þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×