Ágæt síldveiði hjá skipum HB Granda 29. júní 2009 14:21 Ágæt síldveiði var hjá skipum HB Granda um helgina. Ingunn AK og Lundey NS voru þá saman að veiðum með eitt troll um 80 sjómílur ASA af Hornafirði. Faxi RE kom á miðin í gærkvöldi og tók þá við keflinu af Ingunni sem í framhaldinu tók eitt hol einskipa líkt og í byrjun veiðiferðarinnar. Fjallað er um málið á heimasíðu HB Granda. Þar segir að skipið sá nú á landleið með afla og vantaði aðeins um 100 tonn upp á að fullfermi hafi verið náð. Í morgun voru Faxi og Lundey komin með um 260 tonna afla eftir nóttina og var þeim afla dælt í tanka Lundeyjar. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, er ánægður með gang mála á síldveiðunum en að hans sögn hafa skipin komið þrisvar með afla til Vopnafjarðar frá því í byrjun síðustu viku. Ingunn landaði þar 1.725 tonnum, Lundey 1.250 tonnum og Faxi 1.170 tonnum. Landaður afli á vertíðinni er nú kominn í um 11.500 tonn en síldveiðarnar hófust í lok maí sl. ,,Það hefur í öllum tilvikum verið reynt að vinna sem mest af aflanum til manneldis en vandinn er sá að síldin hefur verið í æti síðustu vikurnar og fitnar mjög hratt og fyrir vikið hefur los í holdinu aukist. Það gerir síldina erfiðari til vinnslu. Að sama skapi hefur lýsisnýtingin í fiskmjölsverksmiðjunni aukist til muna," segir Vilhjálmur en að hans sögn hefur einnig verið reynt að vinna makríl, sem veiðst hefur sem aukaafli með síldinni, í fiskiðjuverinu á Vopnafirði en þær tilraunir hafi ekki skilað nægilega góðum árangri. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Ágæt síldveiði var hjá skipum HB Granda um helgina. Ingunn AK og Lundey NS voru þá saman að veiðum með eitt troll um 80 sjómílur ASA af Hornafirði. Faxi RE kom á miðin í gærkvöldi og tók þá við keflinu af Ingunni sem í framhaldinu tók eitt hol einskipa líkt og í byrjun veiðiferðarinnar. Fjallað er um málið á heimasíðu HB Granda. Þar segir að skipið sá nú á landleið með afla og vantaði aðeins um 100 tonn upp á að fullfermi hafi verið náð. Í morgun voru Faxi og Lundey komin með um 260 tonna afla eftir nóttina og var þeim afla dælt í tanka Lundeyjar. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, er ánægður með gang mála á síldveiðunum en að hans sögn hafa skipin komið þrisvar með afla til Vopnafjarðar frá því í byrjun síðustu viku. Ingunn landaði þar 1.725 tonnum, Lundey 1.250 tonnum og Faxi 1.170 tonnum. Landaður afli á vertíðinni er nú kominn í um 11.500 tonn en síldveiðarnar hófust í lok maí sl. ,,Það hefur í öllum tilvikum verið reynt að vinna sem mest af aflanum til manneldis en vandinn er sá að síldin hefur verið í æti síðustu vikurnar og fitnar mjög hratt og fyrir vikið hefur los í holdinu aukist. Það gerir síldina erfiðari til vinnslu. Að sama skapi hefur lýsisnýtingin í fiskmjölsverksmiðjunni aukist til muna," segir Vilhjálmur en að hans sögn hefur einnig verið reynt að vinna makríl, sem veiðst hefur sem aukaafli með síldinni, í fiskiðjuverinu á Vopnafirði en þær tilraunir hafi ekki skilað nægilega góðum árangri.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira