Innlent

Gengið frá tæknilegum smáatriðum í Icesave-málinu

Viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave eru á lokastigi en verið er að ganga frá tæknilegum smáatriðum, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Ekki er þó búist við nýju frumvarpi í dag eða á morgun.

Eftir níu daga, þann 23. október, rennur út frestur tryggingasjóðs innistæðueigenda til að greiða út tryggingar vegna Icesave reikninganna.

Ef ekki verður búið að ljúka Icesave málinu fyrir þann tíma er ljóst að sjóðurinn getur ekki greitt út. Í greinargerð sem Seðlabankinn og viðskiptaráðuneytið unnu fyrir forsætisráðherra er talið líklegt að greiðsluþrot sjóðsins muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sjóðurinn og jafnvel ríkið gæti átt von á málsókn fyrir að mismuna innistæðueigendum eftir staðsetningu.

Í lögum um innistæðutryggingasjóði kemur fram að sjóðurinn sé lögvarinn gegn kröfum um gjaldþrotaskipti og það megi ekki ganga að eignum hans. Enginn leið er því að vita hvað gerist 23. október og má í raun segja að algjör óvissa ríki um þann dag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×