Enski boltinn

Ég er með besta leikmannahópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að hann sé með besta leikmannahópinn í ensku úrvalsdeildinni.

United hefur nú aðeins tapað einum leik af síðustu 23 leikjum í öllum keppnum og hafa komið sér fyrir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Þar að auki hefur liðið ekki fengið á sig mark í síðustu þrettán deildarleikjum sem er met í efstu deild í Englandi.

Hann segist ekki geta valið sitt sterkasta mögulega byrjunarlið en að leikmannahópurinn allur sé gríðarlega sterkur.

„Ég vel það lið sem ég tel henta best fyrir hvern leik. Ég þarf að vera með margt í huga, allt frá taktískum ákvörðum til hver þurfi að hvíla fyrir næsta leik og svo framvegis."

„Ég gæti kannski valið fjórtán eða fimmtán bestu leikmennina en það eina sem ég get sagt með vissu er að þetta snýst um allan leikmannahópinn og er ég með mjög góðan leikmannahóp - þann besta reyndar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×