Innlent

Heita á stuðningi við ríkisstjórnina verði Icesave frumvarp fellt

Formaður Framsóknarflokksins segir að stjórnarandstaðan eigi að gefa ríkisstjórninni grið ef andstaða stjórnarþingmanna við Icesave verði til þess að fella ríkisábyrgð vegna samningsins á Alþingi, að öðrum kosti verði ríkisstjórnin að fara frá.

Jóhanna Sigurðardóttir sagðist á fréttamannafundi í dag sannfærð um að þingmeirihluti sé í Icesave málinu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að hver og einn taki ákvörðun í þessu máli eftir sinni samvisku og stjórnarandstaðan eigi ekki að nota málið gegn ríkisstjórninni. Þannig eigi það ekki að liggja fyrir að stjórnin falli verði samkomulagið fellt. Þvert á móti eigi stjórnarandstaðan að lýsa yfir stuðningi við ríkistjórnina og gefa henni grið til þess að vinna úr málunum verði málið fellt á þingi. „Ef að þessi samningur er hinsvegar samþykktur, þá verður að koma þessari stjórn frá strax, " segir Sigmundur Davíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×