Tvær keppnir í ár 4. apríl 2009 11:15 Logi Bergmann og Sigrún Stefánsdóttir Rás 2 hyggst blása til nýrrar spurningakeppni fjölmiðlanna en að þessu sinni verður hún um hvítasunnuna. Bylgjan verður með spurningakeppni fjölmiðlanna um páskana. RÚV er hætt við að hætta við Spurningakeppni fjölmiðlanna. Því verða tvær slíkar keppnir í ár. „Þetta er magnað og auðvitað eru þetta viðbrögð við keppninni okkar. Mér finnst álíka trúlegt að þau hafi ákveðið þetta með jafn skömmum fyrirvara og raun ber vitni og að allir auðmennirnir hafi ekki heyrt um eyjuna Tortola, " segir Logi Bergmann Eiðsson. Líkt og Fréttablaðið greindi frá hætti RÚV við hina sívinsælu spurningakeppni fjölmiðlanna sem haldin hefur verið um páskana á Rás 2. Bylgjan ákvað að bregðast við fjölda áskorana, fá Loga Bergmann til að stjórna keppninni og semja spurningar og ekkert var að vanbúnaði annað en að senda boð til fjölmiðla um að senda lið til leiks. En ekki voru liðnar margar mínútur frá því að Logi birtist í viðtali við Vísir.is en dr. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, tilkynnti á mbl.is að Rás 2 myndi halda spurningakeppni fjölmiðlanna, reyndar ekki um páskana eins og hefð er fyrir, heldur hvítasunnuhelgina. Og að Ævar Örn Jósepsson myndi sjá um hana líkt og undanfarin ár. Hún yrði þó með breyttu sniði. Í stað engrar spurningakeppni verða því nú tvær með stuttu millibili. Sigrún Stefánsdóttir sagðist í samtali við Fréttablaðið vonast til þess að Logi Bergmann myndi blómstra í sinni keppni. Spurningakeppni Rásar 2 yrði enda einum og hálfum mánuði seinna. „Við erum búin að keyra þessa keppni áfram í tuttugu ár en sökum þess að Rás 2 er ekki fjársterk um þessar mundir var þetta eitt af því sem ég ákvað að skera niður," segir Sigrún. Sú ákvörðun hafi verið endurskoðuð vegna fjölda áskorana, meðal annars á Facebook. Sigrún bætir því við að Ævar Örn sé nú að vinna að tillögu um hvernig keppninni verði háttað um hvítasunnu en hún verður með breyttu sniði. Hvorki Sigrún né Logi reiknuðu með því að fréttastofurnar myndu fara í manngreinarálit heldur myndu einfaldlega mæta til leiks í báðum keppnum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
RÚV er hætt við að hætta við Spurningakeppni fjölmiðlanna. Því verða tvær slíkar keppnir í ár. „Þetta er magnað og auðvitað eru þetta viðbrögð við keppninni okkar. Mér finnst álíka trúlegt að þau hafi ákveðið þetta með jafn skömmum fyrirvara og raun ber vitni og að allir auðmennirnir hafi ekki heyrt um eyjuna Tortola, " segir Logi Bergmann Eiðsson. Líkt og Fréttablaðið greindi frá hætti RÚV við hina sívinsælu spurningakeppni fjölmiðlanna sem haldin hefur verið um páskana á Rás 2. Bylgjan ákvað að bregðast við fjölda áskorana, fá Loga Bergmann til að stjórna keppninni og semja spurningar og ekkert var að vanbúnaði annað en að senda boð til fjölmiðla um að senda lið til leiks. En ekki voru liðnar margar mínútur frá því að Logi birtist í viðtali við Vísir.is en dr. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, tilkynnti á mbl.is að Rás 2 myndi halda spurningakeppni fjölmiðlanna, reyndar ekki um páskana eins og hefð er fyrir, heldur hvítasunnuhelgina. Og að Ævar Örn Jósepsson myndi sjá um hana líkt og undanfarin ár. Hún yrði þó með breyttu sniði. Í stað engrar spurningakeppni verða því nú tvær með stuttu millibili. Sigrún Stefánsdóttir sagðist í samtali við Fréttablaðið vonast til þess að Logi Bergmann myndi blómstra í sinni keppni. Spurningakeppni Rásar 2 yrði enda einum og hálfum mánuði seinna. „Við erum búin að keyra þessa keppni áfram í tuttugu ár en sökum þess að Rás 2 er ekki fjársterk um þessar mundir var þetta eitt af því sem ég ákvað að skera niður," segir Sigrún. Sú ákvörðun hafi verið endurskoðuð vegna fjölda áskorana, meðal annars á Facebook. Sigrún bætir því við að Ævar Örn sé nú að vinna að tillögu um hvernig keppninni verði háttað um hvítasunnu en hún verður með breyttu sniði. Hvorki Sigrún né Logi reiknuðu með því að fréttastofurnar myndu fara í manngreinarálit heldur myndu einfaldlega mæta til leiks í báðum keppnum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira