Innlent

Penninn semur við lánardrottna

Penninn á í viðræðum við nýja Kaupþing og fleiri banka um endurskipulagningu á fjármögnun hans og félaga undir fyrirtækinu.Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í lok síðasta árs.

Pennanum tengjast meðal annars bóka- og ritfangaverslanirnar Mál og menning, Eymundsson og Griffill. Einnig Te og kaffi, Habitat, Saltfélagið og fyrirtæki erlendis.

Unnið er að því að skipta erlendum hluta rekstursins frá hinum innlenda, en stærri hluti skuldanna mun liggja á þeim erlenda. Viðræðurnar munu ekki snúast um að fyrirtækið verði tekið yfir eða að núverandi eigendur hverfi frá rekstrinum. - kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×