Enski boltinn

Adams íhugaði að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tony Adams, fyrrum knattspyrnustjóri Portsmouth.
Tony Adams, fyrrum knattspyrnustjóri Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Tony Adams hefur greint frá því að hann íhugaði að segja starfi sínu hjá Portsmouth lausu vegna fjárhagsástands félagsins.

Adams greindi frá því í samtali við enska fjölmiðla að hann hitti Sacha Gaydamak, eiganda félagsins, skömmu fyrir jól til að kanna hvort einhverjir peningar stæði honum til boða fyrir félagaskiptagluggann.

„Ég fékk þau skilaboð að ég þyrfti að selja leikmann og að það væru ekki miklir peningar fyrir leikmannakaup þar að auki. Það er vissulega réttur eiganda félagsins að gera þetta og ætla ég ekki að gagnrýna hann. Hann hefur sett mikinn pening í félagið."

„En þetta gerði mitt starf mjög erfitt og íhugaði ég að hætta. En ég vildi ekki yfirgefa skútuna eftir aðeins tvo mánuði í starfi."

Hann segist þó ekki sjá eftir neinu og er vongóður um að finna sér nýtt starf. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja aftur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×