Enski boltinn

Brottvikning Scolari kom Terry á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry, leikmaður Chelsea.
John Terry, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

John Terry, fyrirliði Chelsea, segir að sér hafi komið mjög á óvart að Luiz Felipe Scolari hafi verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Chelsea.

Hann gaf einnig til kynna að leikmenn væru ekki sammála í afstöðu sinni gagnvart Scolari.

„Ég studdi hann heilshugar," sagði Terry. „Ég er viss um að tveir eða þrír aðrir leikmenn myndu segja það sama. Það kom mér mjög á óvart hvað gerðist. Ég finn til með Scolari. Hann er frábær maður en við vorum ekki að spila vel og því miður fékk hann að kenna á því."

„Kannski að ábyrgðin hefði átt frekar að falla á okkur leikmenn," sagði Terry. „En þetta snýst jú um að ná góðum úrslitum. Því miður fyrir Scolari gekk það ekki eftir."

Terry er á Spáni með enska landsliðinu en liðin mætast í vináttulandsleik í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×