Erlent

Samóar breyta í vinstri umferð

Tímamót hjá Samóum.
Tímamót hjá Samóum.

Íbúar Samóaeyja eru þeir fyrstu í 39 ár til þess að breyta úr hægri umferð í þá vinstri. Það var í dag sem lög um hægri umferð tóku gildi og eyjaskeggjar þurftu að keyra vinstra megin.

Ástæða breytinganna er sú að stjórnvöld vilja samræma akstursreglur Samóa við aðrar nágrannaþjóðir í suður kyrrahafinu.

Breyttum akstursreglum fylgir tveggja daga frí á Samóaeyjunum til þess að draga úr umferðarálagi og þar með væntanlegu öngþveiti sem því myndi sennilega fylgja.

Forsætisráðherrann, Tuilaepa Sailele Lupesoliai Malielegaoi, ávarpaði þjóð sína í útvarpi á þessum merku tímamótum. Samkvæmt the New Zealand Herald þá sagði hann þessi tímamót marka nýtt upphaf í sögu Samóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×