Innlent

Þróunarsamvinna í 20 ár

Verkefni Þróunarverkefnin í Namibíu hafa til dæmis tengst jaðarhópum, til að mynda börnum Himba-fólksins.
Mynd/Gunnar Salvarsson
Verkefni Þróunarverkefnin í Namibíu hafa til dæmis tengst jaðarhópum, til að mynda börnum Himba-fólksins. Mynd/Gunnar Salvarsson
Tuttugu ára samstarfi Íslendinga og Namibíu­manna í þróunarmálum lýkur í lok árs 2010. Þetta tilkynnti Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ), þarlendum stjórnvöldum nýlega.

Samstarfsþjóðum ÞSSÍ verður fækkað um helming vegna efnahagsástandsins, úr sex í þrjár, að því er fram kemur í tilkynningu.

Tveir starfsmenn hafa verið í Namibíu á vegum ÞSSÍ, og hafa þeir verið beðnir um að starfa út árið 2010. Samstarf milli Íslands og Namibíu hófst þegar landið fékk sjálfstæði árið 1990. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×