Lífið

Óli Tynes hitti Dalai Lama

Óli Tynes kveður Dalai Lama á fréttamannafundi í dag.
Óli Tynes kveður Dalai Lama á fréttamannafundi í dag. MYND/STÖÐ2
Fréttamaðurinn Óli Tynes hitti Dalai Lama, andlegan leiðtogi Tíbeta sem verið hefur í útlegð í hálfa öld, á fréttamannafundi í dag. Óli segir fundinn hafa verið merkan enda Dalai Lama einstakur maður.

„Það geislaði af honum hlýjan og umhyggjan og á fundinum hafði hann ekki minni áhuga á að tala um andlega velferð alheimsins en átök sín við kínversk stjórnvöld í gegnum tíðina," segir Óli aðspurður um fundinn.

Dalai Lama er einn af mörgum merkum mönnum sem Óli hefur hitt.

„Ég hef hitt marga leiðtoga í gegnum tíðina og meðal annars Jóhannes Pál páfa sem var líka einstakur maður. Ég er hinsvegar ekki í vafa um að þessi fundur í dag verður mér minnisstæður," segir Óli.

Ítarlegt viðtal Óla Tynes við Dalai Lama má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.