Lífið

Opnar kosningaskrifstofu í bílskúrnum

Kjartan Ólafsson svart/hvítur í bílskúrnum.
Kjartan Ólafsson svart/hvítur í bílskúrnum.

Ein mest umtalaða kosningaskrifstofa síðari tíma opnar í dag Laugardag. En það er kosningaskrifstofa, Kjartans Ólafssonar þingmanns, sem opnuð verður í bílskúrnum að heimili hans í Hlöðutúni í dag á milli 15:00 og 17:00.

„Ég held að fólk vilji bara sjá að frambjóðendur stilli baráttunni í hóf og sýni skynsemi. Ég vildi bara sýna gott fordæmi í því." sagði Kjartan í morgun þegar hann var að ljúka frágangi og gera klárt fyrir komu gesta eftir hádegi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kjartani.

Kjartan er fyrsti varaforseti Alþingingis, hann er formaður Samtaka hægri þingmanna á Norðurlöndum og sinnir nefndarstörfum í eftirfarandi

nefndum: Allsherjarnefnd, Iðnaðarnefnd, Menntamálanefnd, Umhverfisnefnd og Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Kjartan sækist eftir stuðningi í annað sæti í Suðurkjördæmi á lista Sjálfstæðismanna.

Kjartan býður kaffi og með því og tekur pólitískan púls á gestum og gangandi í skúrnum fram að kosningum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.