Enski boltinn

Frábær aðsókn á leiki í neðri deildum Englands

Nordic Photos/Getty Images

Aðsókn á knattspyrnuleiki utan úrvalsdeildar á Englandi hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár og þrátt fyrir kreppuna hefur aðsóknin í neðri deildunum verið sú mesta í hálfa öld.

Samanlögð aðsókn á leiki í deildunum þremur fyrir neðan úrvalsdeildina á liðnu keppnistímabili fór þriðja árið í röð yfir 16 milljónir áhorfenda.

Enska B-deildin (Championship) er í fjórða fjölsóttasta knattspyrnudeild Evrópu og trekkir að fleiri áhorfendur en ítalska A-deildin.

Enska úrvalsdeildin fær flesta áhorfendur í Evrópu, spænska deildin er í öðru sæti, sú þýska í þriðja og enska B-deildin í fjórða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×