Innlent

Fundu fíkniefni í bíl við Borgarnes og í húsi á Akureyri

Lögreglumenn í Borgarnesi stöðvuðu í gærkvöldi bifreið á suðurleið rétt norðan við Borgarnes. Tveir menn voru í bílnum, á fertugs- og sextugsaldri og var ökumaðurinn undir áhrifum alls kyns fíkniefna að sögn lögreglu.

Hann hafði einnig verið sviptur ökuréttindum. Á mönnunum og í bílnum fannst síðan töluvert magn af ætluðum fíkniefnum, þar á meðal 104 e-töflur. Málið var unnið í samvinnu við fíkniefnateymi Norðurlands og í kjölfarið var farið í tvær húsleitir á Akureyri og fannst þar einnig nokkurt magn fíkniefna, íblöndurnarefni, tæki og tól þeim tengdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×