Erlent

Hátt í 30 þúsund Danir hafa þurft að minnka við sig vinnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjölmargir Danir hafa þurft að leita eftir bótum vegna skerts starfshlutfalls. Mynd/ AFP.
Fjölmargir Danir hafa þurft að leita eftir bótum vegna skerts starfshlutfalls. Mynd/ AFP.
Rösklega 29 þúsund Danir hafa verið neyddir til að vinna við skert starfshlutfall tímabundið á síðustu níu mánuðum og þiggja atvinnuleysisbætur í staðinn. Þetta sýna nýjar tölur frá Vinnumálastofnuninni í Danmörku.

„Þetta er hátt hlutfall og sýnir hversu alvarleg efnahagslægðin hefur verið. Fyrir skömmu síðan voru mörg fyrirtæki í vandræðum með að ráða til sín starfskrafta og fyrirtækin hafa reynt að halda starfsmönnum í von um að þetta myndi ekki vara svo lengi," segir Lars Andersen, sem hefur fylgst með þróun atvinnumála.

Tölur frá Vinnumálastofnuninni í Danmörku sýna að 5000 launþegar hafa unnið við skert starfshlutfall lengur en í 13 vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×