Erlent

Sumarbúðir með viðbúnað vegna svínaflensu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Miklar ráðstafanir eru gerðar í mörgum af 12.000 sumarbúðum Bandaríkjanna vegna svínaflensufaraldursins. Hurðarhúnar eru sótthreinsaðir reglulega, líkamshiti barnanna mældur við upphaf dvalar þeirra og brýnt fyrir þeim að deila ekki gosdósum svo eitthvað sé nefnt. Einhverjum sumarbúðum hefur verið lokað tímabundið og margir foreldrar hugsa sig tvisvar um áður en þeir senda börn sín til dvalar í sumarbúðum sem gerir það að verkum að ásókn í slíkar búðir er margfalt minni nú í sumar en í meðalári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×