Vikuleiga fyrir hálfa milljón Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 6. júlí 2009 19:12 Þótt Ísland sé víða kynnt sem ódýrt ferðamannaland í efnahagskreppunni kostar það sitt. Til dæmis duga ráðstöfunartekjur venjulegra heimila í heilan mánuð varla til að leigja eins og einn skóda í viku til að fara hringinn. Vilji menn spreða, má leigja sér vikuafnot af Land Rover fyrir röska hálfa milljón. Júlí er runninn upp og landinn byrjaður að rogast með grill og útilegubúnað um landið til að skoða og njóta fósturjarðarinnar - enda heldur færri sem eiga þess kost að fljúga til útlanda í sumarfríinu nú en liðin ár. Ísland hefur í erlendum fjölmiðlum eftir bankahrunið verið mært sem ódýr áfangastaður og auglýsingar munu jafnvel hafa gengið út á að lokka menn til landsins - ekki bara til að horfa heitt vatn sprautast úr holu eða njóta kyrrðar og óbyggða - heldur vegna hruns krónunnar. En er Ísland svo ódýrt? Ýmislegt hefur hækkað svo á milli ára - í okkar íslensku krónum - að óvíst er að ferðamenn fagni mjög þegar til landsins er komið. Fréttastofa skoðaði í dag hvað vikuleiga á nokkrum bílum hjá tveimur þekktum bílaleigum kostaði. Hjá Avis er til dæmis hægt að leigja smábíl á um 117 þúsund krónur vikuna - hjá Hertz er ódýrasti bíllinn tæpar 160 þúsund krónur. Fjölskylduskutbíll hjá Avis er á um 180 þúsund krónur - en Hertz rukkar samkvæmt heimasíðunni rösklega 260 þúsund fyrir skoda octavia sem hefur hingað til ekki talist til lúxusbifreiða - en vikuleigan á honum kostar meira en um helmingur heimila í landinu hefur í ráðstöfunartekjur fyrir heilan mánuð. Margir vilja gera vel við sig í fríinu og séu þeir til í að splæsa má leigja í viku Land Rover Defender - sem ýmsa ku dreyma um að fá að taka í -fyrir tæp 380 þúsund hjá Avis en um 530 þúsund hjá Hertz. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Þótt Ísland sé víða kynnt sem ódýrt ferðamannaland í efnahagskreppunni kostar það sitt. Til dæmis duga ráðstöfunartekjur venjulegra heimila í heilan mánuð varla til að leigja eins og einn skóda í viku til að fara hringinn. Vilji menn spreða, má leigja sér vikuafnot af Land Rover fyrir röska hálfa milljón. Júlí er runninn upp og landinn byrjaður að rogast með grill og útilegubúnað um landið til að skoða og njóta fósturjarðarinnar - enda heldur færri sem eiga þess kost að fljúga til útlanda í sumarfríinu nú en liðin ár. Ísland hefur í erlendum fjölmiðlum eftir bankahrunið verið mært sem ódýr áfangastaður og auglýsingar munu jafnvel hafa gengið út á að lokka menn til landsins - ekki bara til að horfa heitt vatn sprautast úr holu eða njóta kyrrðar og óbyggða - heldur vegna hruns krónunnar. En er Ísland svo ódýrt? Ýmislegt hefur hækkað svo á milli ára - í okkar íslensku krónum - að óvíst er að ferðamenn fagni mjög þegar til landsins er komið. Fréttastofa skoðaði í dag hvað vikuleiga á nokkrum bílum hjá tveimur þekktum bílaleigum kostaði. Hjá Avis er til dæmis hægt að leigja smábíl á um 117 þúsund krónur vikuna - hjá Hertz er ódýrasti bíllinn tæpar 160 þúsund krónur. Fjölskylduskutbíll hjá Avis er á um 180 þúsund krónur - en Hertz rukkar samkvæmt heimasíðunni rösklega 260 þúsund fyrir skoda octavia sem hefur hingað til ekki talist til lúxusbifreiða - en vikuleigan á honum kostar meira en um helmingur heimila í landinu hefur í ráðstöfunartekjur fyrir heilan mánuð. Margir vilja gera vel við sig í fríinu og séu þeir til í að splæsa má leigja í viku Land Rover Defender - sem ýmsa ku dreyma um að fá að taka í -fyrir tæp 380 þúsund hjá Avis en um 530 þúsund hjá Hertz.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira