Hollensk stjórnvöld munu styðja málsókn innistæðueigenda Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. júlí 2009 16:18 „Það verður dómsmál út af neyðarlögunum og hollensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni bakka upp slík málaferli af hálfu þarlendra innistæðueigenda," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að þetta hafi komið fram á fundi fjárlaganefndar í morgun. Höskuldur segir að Íslendingar verði því að búa sig undir málaferli á næstunni og ef þau falli ríkinu í óhag sé þjóðin í afar miklum vanda. „Og þá er vont að vera búinn að binda sig í Icesave samningunum," segir Höskuldur. Á fund fjárlaganefndar mætti samninganefnd íslenska ríkisins í Icesave málinu og skýrði frá því hvernig samningaviðræðurnar hefðu farið fram. Höskuldur segir að fram hafi komið í máli þeirra að enn væru gögn sem ekki væri búið að leggja fram heldur hefði samninganefndin lagt fram þau gögn sem samningamenn teldu að skiptu máli. „Ég sagði sagði að nefndin yrði að fá að meta það sjálf hvaða gögn skiptu máli," segir Höskuldur og á þá við fjárlaganefndina. Þá mætti skilanefnd Landsbankans á fundinn og Höskuldur segir að nefndarmenn hafi útskýrt að þeir vissu ekki hve hátt hlutfall af eignum Landsbankans myndu renna til innistæðutryggingarsjóðs vegna þess að kröfulýsingarfrestur rennur ekki út fyrr en í september. Þegar nefndarmenn hafi óskað eftir því að fá yfirlit yfir eignirnar hafi skilanefnd borið fyrir sig bankaleynd. Aðspurður segir Höskuldur að það muni velta á því hvort neyðarlögin halda eða ekki hversu hátt hlutfall af eignum bankans renni til innistæðutryggingarsjóðs. „Það enginn búinn að skoða eða undirbúa þá niðurstöðu sem myndi koma upp ef neyðarlögin halda ekki," segir Höskuldur. Hann segist vera þeirrar skoðunar að það sé gjörsamlega óábyrgt og stórhættulegt að Alþingi samþykki icesave samkomulagið þegar slíkar upplýsingar liggi ekki fyrir. „En maður skilur að Bretarnir vilji knýja á um samninginn svona fljótt því þeir vilja staðfesta greiðsluskylduna áður en reynir á neyðarlögin," segir Höskuldur. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
„Það verður dómsmál út af neyðarlögunum og hollensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau muni bakka upp slík málaferli af hálfu þarlendra innistæðueigenda," segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að þetta hafi komið fram á fundi fjárlaganefndar í morgun. Höskuldur segir að Íslendingar verði því að búa sig undir málaferli á næstunni og ef þau falli ríkinu í óhag sé þjóðin í afar miklum vanda. „Og þá er vont að vera búinn að binda sig í Icesave samningunum," segir Höskuldur. Á fund fjárlaganefndar mætti samninganefnd íslenska ríkisins í Icesave málinu og skýrði frá því hvernig samningaviðræðurnar hefðu farið fram. Höskuldur segir að fram hafi komið í máli þeirra að enn væru gögn sem ekki væri búið að leggja fram heldur hefði samninganefndin lagt fram þau gögn sem samningamenn teldu að skiptu máli. „Ég sagði sagði að nefndin yrði að fá að meta það sjálf hvaða gögn skiptu máli," segir Höskuldur og á þá við fjárlaganefndina. Þá mætti skilanefnd Landsbankans á fundinn og Höskuldur segir að nefndarmenn hafi útskýrt að þeir vissu ekki hve hátt hlutfall af eignum Landsbankans myndu renna til innistæðutryggingarsjóðs vegna þess að kröfulýsingarfrestur rennur ekki út fyrr en í september. Þegar nefndarmenn hafi óskað eftir því að fá yfirlit yfir eignirnar hafi skilanefnd borið fyrir sig bankaleynd. Aðspurður segir Höskuldur að það muni velta á því hvort neyðarlögin halda eða ekki hversu hátt hlutfall af eignum bankans renni til innistæðutryggingarsjóðs. „Það enginn búinn að skoða eða undirbúa þá niðurstöðu sem myndi koma upp ef neyðarlögin halda ekki," segir Höskuldur. Hann segist vera þeirrar skoðunar að það sé gjörsamlega óábyrgt og stórhættulegt að Alþingi samþykki icesave samkomulagið þegar slíkar upplýsingar liggi ekki fyrir. „En maður skilur að Bretarnir vilji knýja á um samninginn svona fljótt því þeir vilja staðfesta greiðsluskylduna áður en reynir á neyðarlögin," segir Höskuldur.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent