Efri skattmörk meðaltekna verði sex hundruð þúsund 16. nóvember 2009 06:30 Mynd/ GVA. Stíft hefur verið fundað um skattatillögur ríkisstjórnarinnar um helgina; bæði innan flokkanna og á milli þeirra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir stefnt að því að leggja fyrstu tillögur fyrir ríkisstjórnarfund á morgun. Steingrímur segir að eftir sé að velja á milli ákveðinna tæknilegra leiða þegar kemur að þrepaskiptingu. Menn hafi sérstaklega verið að skoða jaðaráhrifin á mismunandi tekjuhópa. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meðal þess sem standi út af er í hvaða þrepi staðsetja eigi millitekjufólk. Þá hafi það verið rætt að efra tekjumark þess þreps verði við sex hundruð þúsund krónur, ekki fimm hundruð líkt og fyrstu hugmyndir gáfu til kynna. Steingrímur vildi ekki staðfesta það við Fréttablaðið; aldrei hefði neitt verið fast í tillögum. Menn hafi lagt fram ýmis dæmi og borið sig saman við þau. Því snúist þetta ekki um að breyta einhverju sem búið er að ákveða, heldur leggja fram hugmyndir og skoða áhrif þeirra. „Mér finnst svolítil taugaveiklun í þessari umræðu, með fullri virðingu fyrir eðlilegum fréttaþorsta fjölmiðla. Það hefur takmarkað gildi að blása út fréttir sem eru kannski ekki einu sinni byggðar á staðreyndum," segir Steingrímur. „Til dæmis fréttir um milljarðaskatt á ferðaþjónustuna sem allur ætti að renna til ríkissjóðs. Þetta er alveg út úr kortinu og hefur aldrei verið í myndinni. Það er fáránlegt hjá Ríkisútvarpinu að eyða besta fréttatíma sínum í svona rugl. Það hefði ekki þurft nema eitt símtal á mig til að skera úr um að þetta er ekki inni í myndinni." Steingrímur segir nefnd að störfum um framtíðartekjumöguleika ferðaþjónustunnar; ríkið og greinin muni deila þeim tekjum með sér.- kóp Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Stíft hefur verið fundað um skattatillögur ríkisstjórnarinnar um helgina; bæði innan flokkanna og á milli þeirra. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir stefnt að því að leggja fyrstu tillögur fyrir ríkisstjórnarfund á morgun. Steingrímur segir að eftir sé að velja á milli ákveðinna tæknilegra leiða þegar kemur að þrepaskiptingu. Menn hafi sérstaklega verið að skoða jaðaráhrifin á mismunandi tekjuhópa. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meðal þess sem standi út af er í hvaða þrepi staðsetja eigi millitekjufólk. Þá hafi það verið rætt að efra tekjumark þess þreps verði við sex hundruð þúsund krónur, ekki fimm hundruð líkt og fyrstu hugmyndir gáfu til kynna. Steingrímur vildi ekki staðfesta það við Fréttablaðið; aldrei hefði neitt verið fast í tillögum. Menn hafi lagt fram ýmis dæmi og borið sig saman við þau. Því snúist þetta ekki um að breyta einhverju sem búið er að ákveða, heldur leggja fram hugmyndir og skoða áhrif þeirra. „Mér finnst svolítil taugaveiklun í þessari umræðu, með fullri virðingu fyrir eðlilegum fréttaþorsta fjölmiðla. Það hefur takmarkað gildi að blása út fréttir sem eru kannski ekki einu sinni byggðar á staðreyndum," segir Steingrímur. „Til dæmis fréttir um milljarðaskatt á ferðaþjónustuna sem allur ætti að renna til ríkissjóðs. Þetta er alveg út úr kortinu og hefur aldrei verið í myndinni. Það er fáránlegt hjá Ríkisútvarpinu að eyða besta fréttatíma sínum í svona rugl. Það hefði ekki þurft nema eitt símtal á mig til að skera úr um að þetta er ekki inni í myndinni." Steingrímur segir nefnd að störfum um framtíðartekjumöguleika ferðaþjónustunnar; ríkið og greinin muni deila þeim tekjum með sér.- kóp
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira