Innlent

Kærðir fyrir að stela vatni í heitu pottana

Heitt vatn er gullsígildi þegar heitir pottar eru annarsvegar.
Heitt vatn er gullsígildi þegar heitir pottar eru annarsvegar.

Í síðustu viku voru tveir sumarbústaðeigendur kærðir fyrir meintan þjófnað á heitu vatni með því að rjúfa innsigli á inntaksloka og hafa aukið rennsli inn í húsin samkvæmt lögreglunni á Selfossi. Bústaðirnir eru í Árborg.

Lögreglan segir að í þessum tilvikum kaupi menn ákveðinn skammt af vatni sem líklega er í sumum tilvikum knappt þegar notast á við vatnið í heita pottinn auk upphitunar hússins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×