Innlent

Dæmi um gjaldeyrisviðskipti álfyrirtækjanna

Ef við gefum okkur að álfyrirtækin greiði um þrjátíu prósent af inn­lendum kostnaði, um sex milljarða króna, með krónum sem keyptar eru erlendis má reikna út hve mikið félögin hagnast á að eiga viðskipti með krónur erlendis.

Samanlagður innlendur kostnaður álfyrirtækjanna tveggja var um tuttugu milljarðar króna á síðasta ári. Ef þau greiða þrjátíu prósent af þeim kostnaði með krónum sem keyptar eru erlendis þá þá þurfa þau að festa kaup á sex milljörðum króna á erlendum markaði.

Til þess að festa kaup á þessum gjaldeyri þurfa fyrirtækin að reiða fram 26 milljónir evra á erlendum markaði samanborið við 36 milljónir evra ef sömu viðskipti hefðu átt sér stað hérlendis.

Ágóðinn af því að stunda þessi viðskipti erlendis gæti því numið tíu milljónum evra á ári eða um 1,65 milljörðum króna miðað við meðalgengi íslensku krónunnar í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×