Lífið

Kjaftfullt á pókermóti

Fyrsta umferð í annarri mótaröð ISOP fór fram fyrir helgi.
Fyrsta umferð í annarri mótaröð ISOP fór fram fyrir helgi.

„Ég persónulega óttast lögregluna ekki. Henni er velkomið að fylgjast með þeirri löglegu starfsemi sem þarna fer fram,“ segir Davíð Rúnarsson fótboltakappi og pókerspilari.

Davíð, sem ávallt er kallaður DabbiRú, stendur fyrir reglulegum pókermótum og á fimmtudagskvöld hófst fyrsta umferð í annarri mótaröð ISOP – Icelandic Series Of Poker. DabbiRú merkir mikinn áhuga á mótinu og bjóst við hátt í 70 spilurum. Spilað er í Casa, klúbbi sem er við Aðalstræti 9.

DabbiRú segir svo frá að fólk úr öllum áttum komi til að spila póker. Og í hann hafi hringt maður sem bundinn er við rafmagnshjólastól til að grennslast fyrir um aðstöðu fyrir fatlaða. „Hjólastólaaðgengi í klúbbnum er því miður skelfilegt. En við, þessir „meintu glæpamenn“ ætlum að sjálfsögðu að bera hjólastólinn upp svo hann geti spilað.“

Um er að ræða stigamót en spilaðar eru tíu umferðir. Fimm bestu kvöldin reiknast svo hverjum um sig til stiga. Þátttökugjald er fjögur þúsund krónur.- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.