Reykjavíkurborg verðlaunuð 6. október 2009 19:08 Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna Eurocities fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Verðlaun samtakanna eru í flokknum nýsköpun (Innovation) og er Reykjavíkurborg ein þriggja borga sem tilnefndar eru í þessum flokki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, að það sé ánægjulegt fyrir Reykjavíkurborg að vera tilnefnd til verðlauna fyrir ný vinnubrögð. Tilnefnt verkefni Reykjavíkurborgar var hluti af viðamikilli hagræðingarvinnu vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 þar sem leitað var til starfsfólks Reykjavíkurborgar um nýjar lausnir. Skipulagðar voru vinnustofur með starfsfólki þar sem staða borgarinnar var kynnt ítarlega og hvatt til nýrra lausna undir kjörorðinu; sparnaður án niðurskurðar. Alls tóku hátt í 3000 starfsmenn þátt í þessari vinnu og fram komu um 1500 tillögur til hagræðingar. Af þeim komu strax til framkvæmda um 300 þeirra og enn er verið að vinna úr fjölda hugmynda og verkefna. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að það sé nýmæli í íslenskri stjórnsýslu að leitað sé eftir svo víðtæku liðsinni starfsfólks vegna fjárhagsáætlunar og þeim sé um leið veitt tækifæri til að leggja sitt af mörkum við að gera borgarreksturinn sem hagkvæmastan. Tillögurnar sem bárust voru stórar og smáar en eiga það allar sameiginlegt að endurspegla þann mikla metnað sem starfsfólk hafði fyrir verkefninu. Leiðarljós starfsfólks við gerð hagræðingartillagnanna var að þær væru í samræmi við aðgerðaráætlun, sem samþykkt var einróma í borgarstjórn, og kæmu ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar, störfum eða gjaldskrám. Eurocities samtökin eru samtök Evrópuborga og á ári hverju eru veitt verðlaun sem nefnast Áskoranir í borgum - sjálfbærar lausnir (Urban challenges - sustainable solutions). Verðlaunin skiptast niður í þrjá flokka og eru þrjár borgir tilnefndar í hverjum. 32 verkefni frá 25 borgum fengu umfjöllun dómnefndar, sem tilnefndi níu borgir þar á meðal Reykjavíkurborg. Í flokki nýsköpunar eru auk Reykjavíkurborgar tilnefndar borgirnar Malaga á Spáni og Utrecht í Hollandi. Verðlaunin verða afhent á aðalfundi Eurocities - samtakanna í Stokkhólmi þann 26. nóvember næstkomandi. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur verið tilnefnd til verðlauna Eurocities fyrir nýbreytni við fjárhagsáætlunarvinnu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009. Verðlaun samtakanna eru í flokknum nýsköpun (Innovation) og er Reykjavíkurborg ein þriggja borga sem tilnefndar eru í þessum flokki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, að það sé ánægjulegt fyrir Reykjavíkurborg að vera tilnefnd til verðlauna fyrir ný vinnubrögð. Tilnefnt verkefni Reykjavíkurborgar var hluti af viðamikilli hagræðingarvinnu vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009 þar sem leitað var til starfsfólks Reykjavíkurborgar um nýjar lausnir. Skipulagðar voru vinnustofur með starfsfólki þar sem staða borgarinnar var kynnt ítarlega og hvatt til nýrra lausna undir kjörorðinu; sparnaður án niðurskurðar. Alls tóku hátt í 3000 starfsmenn þátt í þessari vinnu og fram komu um 1500 tillögur til hagræðingar. Af þeim komu strax til framkvæmda um 300 þeirra og enn er verið að vinna úr fjölda hugmynda og verkefna. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að það sé nýmæli í íslenskri stjórnsýslu að leitað sé eftir svo víðtæku liðsinni starfsfólks vegna fjárhagsáætlunar og þeim sé um leið veitt tækifæri til að leggja sitt af mörkum við að gera borgarreksturinn sem hagkvæmastan. Tillögurnar sem bárust voru stórar og smáar en eiga það allar sameiginlegt að endurspegla þann mikla metnað sem starfsfólk hafði fyrir verkefninu. Leiðarljós starfsfólks við gerð hagræðingartillagnanna var að þær væru í samræmi við aðgerðaráætlun, sem samþykkt var einróma í borgarstjórn, og kæmu ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar, störfum eða gjaldskrám. Eurocities samtökin eru samtök Evrópuborga og á ári hverju eru veitt verðlaun sem nefnast Áskoranir í borgum - sjálfbærar lausnir (Urban challenges - sustainable solutions). Verðlaunin skiptast niður í þrjá flokka og eru þrjár borgir tilnefndar í hverjum. 32 verkefni frá 25 borgum fengu umfjöllun dómnefndar, sem tilnefndi níu borgir þar á meðal Reykjavíkurborg. Í flokki nýsköpunar eru auk Reykjavíkurborgar tilnefndar borgirnar Malaga á Spáni og Utrecht í Hollandi. Verðlaunin verða afhent á aðalfundi Eurocities - samtakanna í Stokkhólmi þann 26. nóvember næstkomandi.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira