Fótbolti

Ísland lagði Liechtenstein 2-0

Eiður Smári skoraði sitt 23. landsliðsmark í dag
Eiður Smári skoraði sitt 23. landsliðsmark í dag

Íslenska landsliðið vann í dag nokkuð öruggan 2-0 sigur á Liechtenstein í æfingaleik liðianna á La Manga.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag og náði forystu á 28. mínútu þar sem Arnór Smárason skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark. Markið skoraði hann af stuttu færi eftir að markverði Liechtenstein tókst ekki að halda skoti Emils Hallfreðssonar.

Strax í upphafi síðari hálfleiks gerði Eiður Smári Guðjohnsen út um leikinn með laglegu marki beint úr aukaspyrnu, en hann var þarna að skora sitt 23. landsliðsmark á ferlinum.

Íslenska liðið leikur næst æfingaleik við Færeyinga í Kórnum í Kópavogi sunnudaginn 22. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×