Lífið

Freida næsta Bondstúlka?

Tilboðunum rignir yfir Freidu Pinto eftir góða frammistöðu í Óskarsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire.
Tilboðunum rignir yfir Freidu Pinto eftir góða frammistöðu í Óskarsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire.

Indverska leikkonan Freida Pinto mun að öllum líkindum hreppa hlutverk Bondstúlku fyrir næstu kvikmynd um spæjarann. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sun vakti Freida, sem er 24 ára, fyrst athygli framleiðenda myndanna þegar verið var að kasta í hlutverk Bondstúlku fyrir Quantum of Solace, en þótti þá vera of ung.

Tilboðunum rignir ný yfir Freidu eftir frammistöðu sína í kvikmyndinni Slumdog Millionaire sem hlaut átta Óskarsverðlaun á dögunum. Henni hafa boðist samningar við hátískufyrirtæki og samþykkti nýverið að leika í næstu kvikmynd Woody Allen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.