Erlent

Dæmdur frá flöskunni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breti á fimmtugsaldri hefur hlotið dóm sem bannar honum að vera drukkinn á almannafæri á Englandi og í Wales næstu sjö árin, eða til ársins 2016. Dómurinn kemur eins og himnasending fyrir íbúa bæjarins Redhill í Surrey þar sem maðurinn hefur verið handtekinn 11 sinnum á stuttum tíma fyrir ölvun og almennar óspektir. Auk bannsins við ölvun á almannafæri er dómþolanum bannað að koma inn á vínveitingahús í Redhill og tveimur öðrum bæjum út allt banntímabilið. Ætli hann að spóka sig fullur á götum verður hann því að fara alla leið til Skotlands næstu árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×