Lífið

Slakar á eftir Gettu betur

Sigurlið MR úr Gettu betur ætlar að skella sér til Evrópu í sumar. Mynd/ Anton Brink.
Sigurlið MR úr Gettu betur ætlar að skella sér til Evrópu í sumar. Mynd/ Anton Brink.
„Ætli maður slaki ekki á í páskafríinu" segir Elías Karl Guðmundsson, en hann og félagar hans úr spurningarliði MR sigruðu í Gettu betur í gær. Þeir Elías Karl, Björn Reynir Halldórsson og Vignir Már Lýðsson fengu 28 stig í keppninni gegn 25 stigum mótherja þeirra úr MH.

MR-ingarnir geta þó ekki slakað mjög lengi á því að í lok apríl byrja prófin með tilheyrandi lestri. Þegar prófunum lýkur hyggst Gettu betur sigurliðið svo leggja land undir fót því að Iceland Express gaf þeim félögunum utanlandsferð að eigin vali og segir Elías Karl að stefnan sé sett á að skella sér eitthvað í sumar.

„Við erum ekki búnir að ákveða það en Barcelona og Paris koma sterklega til greina," segir Elías Karl þegar fréttastofa spyr hann hvert ferðinni verði heitið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.