Innlent

Á þriðja hundrað mótmæltu á Austurvelli

Um þrjú hundruð manns voru á mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli í dag, þar sem Icesave samkomulaginu var mótmælt og sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja. Þá krafist fundurinn þess að réttað verði tafarlaust yfir hvítflibbaglæpamönnum.

Ræðumenn voru: Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur, Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins, Ólafía Ragnarsdóttir, hæstvirtur formaður Aðgerðarhóps háttvirtra öryrkja, og Þórður Björn Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×