Lífið

Þú og ég á Arnarhóli í kvöld

Í kvöld munum við rifja upp gömlu lögin okkar. Lög eins og „Í Reykjavíkurborg", „Í útilegu" og „Dans, dans, dans", segir Helga Möller.
Í kvöld munum við rifja upp gömlu lögin okkar. Lög eins og „Í Reykjavíkurborg", „Í útilegu" og „Dans, dans, dans", segir Helga Möller.

„Það eru komin að minnsta kosti tíu ár síðan dúettinn kom síðast saman á 17. júní ef ekki lengra síðan," svarar Helga Möller sem mun ásamt Jóhanni Helgasyni syngja þekkta slagara diskódúettsins „Þú og ég" á Arnarhóli klukkan 21:20 í kvöld.

„Við eigum þrjátíu ára starfsafmæli á þessu ári og höfum því verið að koma fram á nokkrum stöðum og það er ótrúlegt hvað margir, ungir sem aldnir, þekkja lögin okkar og syngja með."

„Vonandi verður þannig stemning á Arnarhóli í kvöld," segir Helga.

„Við erum líka í hljóðveri að gera ný lög sem lofa góðu og hugsum okkur að vera á ferðinni í vetur með hljómsveit með okkur. Meðal annars munum við troða upp á Nasa og á Græna Hattinum á Akureyri."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.