Innlent

Jóhanna og Steingrímur ekki á Saga Class

Jóhanna og Steingrímur eru nú í Svíþjóð.
Jóhanna og Steingrímur eru nú í Svíþjóð.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra eru nú stödd á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fleiri ráðherrar eru á þinginu og má þar nefna Árna Pál Árnason og Svandísi Svavarsdóttur. Athygli vakti að forsætis- og fjármálaráðherra ferðuðust ekki á Saga Class á leiðinni út.

Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu mun Jóhanna koma aftur hingað til lands síðar í vikunni, en hún tekur meðal annars þátt í flokksþingi sænska jafnaðarmannaflokksins á fimmtudaginn. Jóhanna og Jens Stoltenberg verða aðalræðumenn flokksþingsins.

Flugfarþegar sem voru í vél Icelandair á leiðinni til Stokkhólms sögðu það hafa vakið athygli að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hefðu ekki verið á Saga Class. Þau voru í svokölluðum Economy Comfort sætum, sem er flokkurinn fyrir neðan Saga Class.

Aðstoðarkona félagsmálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, hafði samband við Vísi og upplýsti að ráðherra ferðaðist ætíð á Economy Class.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×