Bankastjórar víkja með nýjum lögum 9. febrúar 2009 06:00 Ólíklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra víki seðlabankastjórunum Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni úr starfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa báðir ákveðið að sitja áfram í Seðlabankanum þrátt fyrir tilmæli forsætisráðherra um hið gagnstæða. Líklegasta niðurstaða málsins, samkvæmt heimildum, er að þeir sitji fram að þeim tíma að ný lög um bankann taki gildi. Óljóst er hvenær það verður. Davíð Oddsson svaraði ósk forsætisráðherra um afsögn úr starfi bankastjóra í gær. Hann segist aldrei hafa „hlaupist frá neinu verki" sem hann hefur tekið að sér og ætlar því að sitja áfram. Í yfirlýsingu frá Jóhönnu í gærkvöldi segir að afstaða Davíðs séu vonbrigði. Hann sé greinilega ósammála því mati ríkisstjórnarinnar að mannabreytingar séu nauðsynlegar til að vekja traust á störfum bankans. Það sé á hans ábyrgð, eins og segir í tilkynningu. Hún mun ekki bregðast við einstökum efnisatriðum úr bréfi Davíðs. Hún muni vinna að framgangi þess mikilvæga verkefnis að skapa frið um helstu stofnanir samfélagsins. Davíð skýtur föstum skotum að Jóhönnu í svarbréfinu. Hann segir að upphafleg ósk hennar sem send var bréfleiðis „með lítt dulbúnum hótunum" einsdæmi hér á landi, og líklega um allan hinn vestræna heim. „Lög sem eiga að tryggja sjálfstæði seðlabanka og forða pólitískri aðför að seðlabankastjórninni hafa nú verið þverbrotin. Ábyrgð ráðherrans er því mikil." Davíð fer mikinn og víða í bréfinu. Hann gagnrýnir það hart að Baldur Guðlaugsson starfi ekki lengur sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Hann segir frumvarp að lögum um Seðlabankann, sem fer til afgreiðslu efnahags- og skattanefndar í dag, vera hrákasmíð og verði aldrei samþykkt óbreytt. Hann segir jafnframt að það hafi verið stjórnsýsluleg afglöp þegar forstjóra og stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) var gert að fara. FME hafi verið stjórnlaust á viðkvæmasta tíma. „Af því hefur hlotist verulegur skaði", segir Davíð. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafnar þessari fullyrðingu. „Stofnunin var með starfandi forstjóra sem er öllum hnútum kunnugur." svavar@frettabladid.is, bjorn@frettabladid.is Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ólíklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra víki seðlabankastjórunum Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni úr starfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir hafa báðir ákveðið að sitja áfram í Seðlabankanum þrátt fyrir tilmæli forsætisráðherra um hið gagnstæða. Líklegasta niðurstaða málsins, samkvæmt heimildum, er að þeir sitji fram að þeim tíma að ný lög um bankann taki gildi. Óljóst er hvenær það verður. Davíð Oddsson svaraði ósk forsætisráðherra um afsögn úr starfi bankastjóra í gær. Hann segist aldrei hafa „hlaupist frá neinu verki" sem hann hefur tekið að sér og ætlar því að sitja áfram. Í yfirlýsingu frá Jóhönnu í gærkvöldi segir að afstaða Davíðs séu vonbrigði. Hann sé greinilega ósammála því mati ríkisstjórnarinnar að mannabreytingar séu nauðsynlegar til að vekja traust á störfum bankans. Það sé á hans ábyrgð, eins og segir í tilkynningu. Hún mun ekki bregðast við einstökum efnisatriðum úr bréfi Davíðs. Hún muni vinna að framgangi þess mikilvæga verkefnis að skapa frið um helstu stofnanir samfélagsins. Davíð skýtur föstum skotum að Jóhönnu í svarbréfinu. Hann segir að upphafleg ósk hennar sem send var bréfleiðis „með lítt dulbúnum hótunum" einsdæmi hér á landi, og líklega um allan hinn vestræna heim. „Lög sem eiga að tryggja sjálfstæði seðlabanka og forða pólitískri aðför að seðlabankastjórninni hafa nú verið þverbrotin. Ábyrgð ráðherrans er því mikil." Davíð fer mikinn og víða í bréfinu. Hann gagnrýnir það hart að Baldur Guðlaugsson starfi ekki lengur sem ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins. Hann segir frumvarp að lögum um Seðlabankann, sem fer til afgreiðslu efnahags- og skattanefndar í dag, vera hrákasmíð og verði aldrei samþykkt óbreytt. Hann segir jafnframt að það hafi verið stjórnsýsluleg afglöp þegar forstjóra og stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) var gert að fara. FME hafi verið stjórnlaust á viðkvæmasta tíma. „Af því hefur hlotist verulegur skaði", segir Davíð. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafnar þessari fullyrðingu. „Stofnunin var með starfandi forstjóra sem er öllum hnútum kunnugur." svavar@frettabladid.is, bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði