Innlent

Á felgunni í Fellsmúlanum

Ökumaður bíls var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu í nótt, grunaður um ölvunarakstur. Maðurinn affelgaði bíl sinn á Miklubrautinni en stöðvaði hann ekki fyrr en hann hafði ekið inn í Fellsmúla og niður á Grensásveg með tilheyrandi eldglæringum þar sem dekkið varð eftir á Miklubraut. Ökuferðin tók loks enda á bílastæði við Grensásveginn en maðurinn bíður yfirheyrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×