Innlent

Líkamsárás á Suðureyri

Lögreglan á Ísafirði fékk tilkynningu um líkamsárás á Suðureyri um klukkan hálf tvö í nótt. Karlmaður gekk í skrokk á konu en að sögn lögreglu voru áverkar minniháttar. Konan, sem er á þrítugsaldri, hefur ekki lagt fram kæru í málinu.

Tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég Suður lauk á Ísafirði í nótt. Fjölmenni var í bænum að sögn lögreglu og var einn tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Að öðru leyti gekk hátíðin vel fyrir sig og án teljandi vandkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×