Innlent

Sofnaði undir stýri og ók á ljósastaur

Umferðaróhapp varð á Sandgerðisveg um kl. 08:00 í morgun. Þar hafði ökumaður sofnað undir sýri og farið yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði þar á ljósastaur. Engin slys urðu á fólki og bifreiðin er ekki mikið skemmd. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á suðurnesjum.

Þá segir frá því að í hádeginu hafi orðið umferðaróhapp á Suðurstrandarvegi rétt við Ísólfsskála en þar valt bifreið á hliðina eftir að ökumaðurinn hafði misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl. Engin slys á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×