Stormsker í miðjum óeirðum í Bangkok 13. apríl 2009 16:40 Sverrir Stormsker Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker er staddur í Bangkok í Tælandi þar sem óeirðir hafa staðið yfir síðustu daga. Herinn beitti meðal annars hríðskotabyssum í morgun. Stormsker sem staddur var á kaffihúsi í morgun segist hafa séð nokkrar rútur sprengdar í loft upp og nokkra bíla og byggingar standa í frektar björtu báli. Hann segist þó ekki hafa nokkrar áhyggjur af þessu þar sem tælenskir karlar séu frekar latir. Þeir vilji helst dytta að mótorhjólunum sínum og fara í kynskiptiaðgerðir og hafa það „næs“. „Ég var svo "heppinn" að vera staddur í Bangkok í dag þegar óeirðirnar brutust út. Það er reyndar allt búið að vera í hers höndum í orðsins fyllstu merkingu svo dögum skiptir, en í dag sauð pínulítið uppúr. Ég sat inná tuskulegum veitingastað og var að panta mér kokteil, bangkokteil, þegar molotovkokteill kom allt í einu fljúgandi inn um gluggann. Ekki alveg það sem ég var að biðja um. Á samri stundu breyttist þessi annars lítt vinsæli veitingastaður í einn þann heitasta í bænum," segir Stormsker í nýrri bloggfærslu á heimasíðu sinni í dag. Hann segist síðan að eftir þetta hafi hann brunnið í skinninu að komast út á götu en þegar þangað var komið hafi ekkert betra tekið við. „Vélbyssuskothríð og sprengingar. Ég hugsaði með mér: "Þetta er nú ekki alveg nógu hressandi. Hvað hef ég nú gert af mér? Ég get nú samt huggað mig við að þetta er nú skárra en uppá Klaka." Síðan lýsir Sverrir ástandinu í landinu með sinni einstöku kaldhæðni. Hann segist hafa áttað sig á hvað væri í gangi þegar herinn hóf að skjóta á rauðskyttur, sem eru þeir sem ólmir og uppvægir vilja fá Thaksin fyrrverandi forsætisráðherra aftur að kjötkölunum. „Sá gæi var fyrir nokkrum mánuðum uppvís að lítilsháttar spillingu og var vinsamlegast beðinn um að taka hatt sinn og staf og skella sér í útlegð. Þetta gerist stundum í skrítnum löndum þar sem er litið á spillingu sem eitthvað til að gera eitthvað veður út af." Sverrir segir síðan að nýi forsætisráðherrann, Abhisit eða Apashit eins og hann kallar hann stundum, hafi verið settur í embættið sem hafi farið fyrir brjóstið á mörgum. „Tælendingar eru einar mestu friðsemdarverur þessa heims en þegar þeir vilja eitthvað sem fullnægir réttlætiskennd þeirra, í þessu tilviki kosningar, þá nenna þeir ekki að fara að tromma á potta og pönnur einsog hottintottar og halanegrar eða standa hnípnir einsog barðir rakkar á einhverjum austurvelli í grafarþögulum mótmælum. Nei, þá taka þeir til við að að búa til rótsterka molotovkokteila og almennilegan hasar." „Ég sá nokkrar rútur sprengdar í loft upp og nokkra bíla og byggingar standa í frekar björtu báli. Herinn segist nota "blank shots" eða púðurskot en það eru þá einu púðurskotinn sem gera gat á hausinn á fólki. Þetta eru svo kröftug púðurskot að fólk hendist fram af svölunum sem verður fyrir þeim. Annars er þetta ansi skemmtilegt og upplífgandi og ekkert ólíkt því sem gerist í miðbænum á Los Klakos um helgar. Kannski ekki beint upplífgandi fyrir þá sem drepast en fyrir áhorfendur er þetta náttúrulega prýðis skemmtun," skrifar Sverrir í færslu sinni. Hann skrifar síðan að kóngurinn í landinu hafi ekki verið við hestaheilsu því hann sé búinn að vera í öndunarvél í nokkra mánuði. „Menn fara varla í öndunarvél nema að þeir séu frekar slappir. Nú þyrfti að taka kóngsa úr öndunarvélinni og stilla honum upp hangandi í girni úti á hallarsvölunum og láta einhvern búktala fyrir hann og segja fólki að hætta þessum hávaða. Kóngsi er gæinn sem getur stoppað þessi læti því það er litið á hann sem guð, ekki ósvipað og litið var á útrásarvíkingana á gróðæristímanum." Hægt er að lesa bloggfærslu Sverris í heild sinni hér. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker er staddur í Bangkok í Tælandi þar sem óeirðir hafa staðið yfir síðustu daga. Herinn beitti meðal annars hríðskotabyssum í morgun. Stormsker sem staddur var á kaffihúsi í morgun segist hafa séð nokkrar rútur sprengdar í loft upp og nokkra bíla og byggingar standa í frektar björtu báli. Hann segist þó ekki hafa nokkrar áhyggjur af þessu þar sem tælenskir karlar séu frekar latir. Þeir vilji helst dytta að mótorhjólunum sínum og fara í kynskiptiaðgerðir og hafa það „næs“. „Ég var svo "heppinn" að vera staddur í Bangkok í dag þegar óeirðirnar brutust út. Það er reyndar allt búið að vera í hers höndum í orðsins fyllstu merkingu svo dögum skiptir, en í dag sauð pínulítið uppúr. Ég sat inná tuskulegum veitingastað og var að panta mér kokteil, bangkokteil, þegar molotovkokteill kom allt í einu fljúgandi inn um gluggann. Ekki alveg það sem ég var að biðja um. Á samri stundu breyttist þessi annars lítt vinsæli veitingastaður í einn þann heitasta í bænum," segir Stormsker í nýrri bloggfærslu á heimasíðu sinni í dag. Hann segist síðan að eftir þetta hafi hann brunnið í skinninu að komast út á götu en þegar þangað var komið hafi ekkert betra tekið við. „Vélbyssuskothríð og sprengingar. Ég hugsaði með mér: "Þetta er nú ekki alveg nógu hressandi. Hvað hef ég nú gert af mér? Ég get nú samt huggað mig við að þetta er nú skárra en uppá Klaka." Síðan lýsir Sverrir ástandinu í landinu með sinni einstöku kaldhæðni. Hann segist hafa áttað sig á hvað væri í gangi þegar herinn hóf að skjóta á rauðskyttur, sem eru þeir sem ólmir og uppvægir vilja fá Thaksin fyrrverandi forsætisráðherra aftur að kjötkölunum. „Sá gæi var fyrir nokkrum mánuðum uppvís að lítilsháttar spillingu og var vinsamlegast beðinn um að taka hatt sinn og staf og skella sér í útlegð. Þetta gerist stundum í skrítnum löndum þar sem er litið á spillingu sem eitthvað til að gera eitthvað veður út af." Sverrir segir síðan að nýi forsætisráðherrann, Abhisit eða Apashit eins og hann kallar hann stundum, hafi verið settur í embættið sem hafi farið fyrir brjóstið á mörgum. „Tælendingar eru einar mestu friðsemdarverur þessa heims en þegar þeir vilja eitthvað sem fullnægir réttlætiskennd þeirra, í þessu tilviki kosningar, þá nenna þeir ekki að fara að tromma á potta og pönnur einsog hottintottar og halanegrar eða standa hnípnir einsog barðir rakkar á einhverjum austurvelli í grafarþögulum mótmælum. Nei, þá taka þeir til við að að búa til rótsterka molotovkokteila og almennilegan hasar." „Ég sá nokkrar rútur sprengdar í loft upp og nokkra bíla og byggingar standa í frekar björtu báli. Herinn segist nota "blank shots" eða púðurskot en það eru þá einu púðurskotinn sem gera gat á hausinn á fólki. Þetta eru svo kröftug púðurskot að fólk hendist fram af svölunum sem verður fyrir þeim. Annars er þetta ansi skemmtilegt og upplífgandi og ekkert ólíkt því sem gerist í miðbænum á Los Klakos um helgar. Kannski ekki beint upplífgandi fyrir þá sem drepast en fyrir áhorfendur er þetta náttúrulega prýðis skemmtun," skrifar Sverrir í færslu sinni. Hann skrifar síðan að kóngurinn í landinu hafi ekki verið við hestaheilsu því hann sé búinn að vera í öndunarvél í nokkra mánuði. „Menn fara varla í öndunarvél nema að þeir séu frekar slappir. Nú þyrfti að taka kóngsa úr öndunarvélinni og stilla honum upp hangandi í girni úti á hallarsvölunum og láta einhvern búktala fyrir hann og segja fólki að hætta þessum hávaða. Kóngsi er gæinn sem getur stoppað þessi læti því það er litið á hann sem guð, ekki ósvipað og litið var á útrásarvíkingana á gróðæristímanum." Hægt er að lesa bloggfærslu Sverris í heild sinni hér.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira