Landsbankastyrkur Sjálfstæðisflokksins líklega ólöglegur Höskuldur Kári Schram skrifar 13. apríl 2009 18:30 Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. Eins og fram hefur komið tók Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, einn ákvörðun um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Sú ákvörðun var ekki borin undir bankaráð né Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði sem bankastjóri við hlið Sigurjóns á þessum tíma. Ákvörðunin þótti óvenjuleg þar sem venjan var að ákvarðanir um styrki væru teknar í samráði og með vitund bankaráðs og bankastjóra. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf stjórn eða hlutahafafundur að samþykkja sérstaklega slíkar ráðstafanir með fjármuni félagsins. Ljóst er að það var ekki gert í þessu tilviki. Þá er heldur ekki hægt að sjá í samþykktum Landsbanka Íslands hf. að bankastjóri hafi heimild til að taka slíkar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við bankaráð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrum aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Landsbankans sagði hins vegar í samtali við Vísi í síðustu viku að ákvörðun Sigurjóns hefði verið eðlileg og ekki brotið gegn reglum bankans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa talaði við í dag segja málið hinsvegar orka tvímælis. Þeir benda á að jafnvel þó að innri reglur bankans hafi veitt bankastjóra heimild til að veita slíka styrki sé upphæðin það há að eðlilegra hefði verið, samkvæmt laganna bókstaf, að láta stjórnina, í þessu tilviki bankaráð, fjalla um málið. Því sé þessi gjörningur á afar gráu svæði. Jafnvel hefði átt að leggja málið fyrir hlutahafafund þar sem um var ræða háan styrk til eins tiltekins stjórnmálaflokks. FL Group starfaði líkt og Landsbankinn undir hlutafélagalögum þegar félagið veitti sjálfstæðisflokknum styrk upp á 30 milljónir króna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, var þá stjórnarformaður félagsins en í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki minnast þess að fjallað hefði verið um styrkveitinguna á stjórnarfundi FL Group. Heimildir fréttastofu herma að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi einn ákveðið að veita styrkinn. Kosningar 2009 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Fjárframlag Landsbankans til Sjálfstæðisflokks árið 2006 var líklega ólöglegt samkvæmt hlutafélagalögum. Styrkurinn var veittur án samþykkis stjórnar eða hluthafa. Eins og fram hefur komið tók Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, einn ákvörðun um að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 25 milljónir króna árið 2006. Sú ákvörðun var ekki borin undir bankaráð né Halldór J. Kristjánsson, sem starfaði sem bankastjóri við hlið Sigurjóns á þessum tíma. Ákvörðunin þótti óvenjuleg þar sem venjan var að ákvarðanir um styrki væru teknar í samráði og með vitund bankaráðs og bankastjóra. Samkvæmt hlutafélagalögum þarf stjórn eða hlutahafafundur að samþykkja sérstaklega slíkar ráðstafanir með fjármuni félagsins. Ljóst er að það var ekki gert í þessu tilviki. Þá er heldur ekki hægt að sjá í samþykktum Landsbanka Íslands hf. að bankastjóri hafi heimild til að taka slíkar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig við bankaráð. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrum aðstoðarmaður Björgólfs Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Landsbankans sagði hins vegar í samtali við Vísi í síðustu viku að ákvörðun Sigurjóns hefði verið eðlileg og ekki brotið gegn reglum bankans. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa talaði við í dag segja málið hinsvegar orka tvímælis. Þeir benda á að jafnvel þó að innri reglur bankans hafi veitt bankastjóra heimild til að veita slíka styrki sé upphæðin það há að eðlilegra hefði verið, samkvæmt laganna bókstaf, að láta stjórnina, í þessu tilviki bankaráð, fjalla um málið. Því sé þessi gjörningur á afar gráu svæði. Jafnvel hefði átt að leggja málið fyrir hlutahafafund þar sem um var ræða háan styrk til eins tiltekins stjórnmálaflokks. FL Group starfaði líkt og Landsbankinn undir hlutafélagalögum þegar félagið veitti sjálfstæðisflokknum styrk upp á 30 milljónir króna. Skarphéðinn Berg Steinarsson, var þá stjórnarformaður félagsins en í samtali við fréttastofu sagðist hann ekki minnast þess að fjallað hefði verið um styrkveitinguna á stjórnarfundi FL Group. Heimildir fréttastofu herma að Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL Group, hafi einn ákveðið að veita styrkinn.
Kosningar 2009 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira